Umsóknareyðublöð​

Hér er að finna eyðublöð fyrir þá sem vilja sækja um að taka þátt í verkefninu og fá lagðan til sín ljósleiðara. 

Eftir að átaksverkefnið við uppbyggingu kerfisins er lokið má búast við því að gjaldtaka vegna nýrra tenginga við heimili, fyrirtæki og aðrar byggingar hækki töluvert enda mun dýrara að fá verktaka á staðinn til þess að tengja stök hús.

Hér er að finna tvær útgáfur af umsóknareyðublöðum:

1. Eyðublaðið E-1 er fyrir "styrkhæfa staði", þ.e. hús þar sem íbúi (eða íbúar) er skráður með lögheimili og er þar með heilsársbúsetu og/eða þar er fyrirtæki með heilsársstarfsemi í viðkomandi húsi eða íbúð. 

2. Eyðublaðið E-2 er fyrir öll önnur hús og staði sem ekki uppfylla skilgreininguna hér að ofan sem "styrkhæfur staður". E-2 á t.d. við um sumarhús, hálfbyggð hús, útihús og óbyggðar lóðir.

E-1 Umsókn vegna heimilis/fyrirtækis (word)

E-1 Umsókn vegna heimilis/fyrirtækis (pdf)

E-2 Umsókn vegna sumarhúsa eða annarra bygginga (word)

E-2 Umsókn vegna sumarhúsa eða annarra bygginga (pdf)

Prenta þarf eyðublaðið út, fylla út í viðeigandi reiti og skila undirrituðu á skrifstofu sveitarfélagsins í Borgarnesi. Einnig er hægt að skanna það og senda á netfangið: gudmundur@snerra.com