top of page
Áfangaskipting framkvæmda
 

Lagning á ljósleiðarakerfinu í Borgarbyggð er skipt upp í átján sjálfstæða áfanga. Hugsunin með áfangaskiptingu er margþætt og m.a. til þess að íbúar geti fylgst með framkvæmdum, afmörkun hvers svæðis og ekki síst hvenær vænta má að röðin sé komin að þeim. Markmiðið er að í kjölfarið á því að vinna hefjist við tiltekinn áfanga ljúki honum að fullu og notendur innan áfangans geti tengst við þjónustuveitur. Með öðrum orðum, áfangskipting afmarkar það svæði sem unnið er á hverju sinni. Áfangaskiptinguna, eins og hún er í dag, má finna hér. Mikilvægt að hafa í huga að númer hvers áfanga segir ekki til um það hvar hann er uppröðun verkáætlunar verktakans okkar. Sem dæmi hefst verkáætlunin, og þar með vinna verktakans á áfanga 5.   Einnig ber að hafa í huga að tiltekin svæði geta færst á milli áfanga ef hönnunarforsendur eða ytri aðstæður breytast.

bottom of page