top of page
Umsóknir um styrk til uppbyggingar árið 2017

 24 sveitarfélög hafa staðfest formlega að þau vilji ganga til samninga við fjarskiptasjóð um ráðstöfun á tilgreindum styrk til lagningar á ljósleiðarakerfum. Stefnt er að undirritun samninga við fyrstu hentugleika.

Skorradalshreppur og Borgarbyggð hlutu styrk að upphæð 16.417.191 kr.

Einnig liggur fyrir að stórum hluta sérstaks 100 m.kr. byggðastyrks til handa stjálbýlli sveitarfélögum sem tilkynnt var um í frétt 26. janúar sl. verður jafnframt ráðstafað til ljósleiðaravæðingar á þessu ári. Ráðuneytið mun gera sjálfstætt samkomulag við sveitarfélög um þá ráðstöfun. Einstaka sveitarfélög hyggjast nýta úthlutaðan byggðastyrk síðar.

bottom of page