top of page
Umsóknir um styrki til uppbygginar árið 2018
Umsóknar- og úthlutunarferli vegna fyrirhugaðra framkvæmda sveitarfélaga 2018 er langt komið. Þann 23. nóvember síðastliðinn voru opnaðar samtals 102 styrkbeiðnir frá 25 sveitarfélögum. Mat á þeim umsóknum liggur fyrir.
Alls eiga 23 sveitarfélög nú kost á alls 450 m.kr. styrk til þess að tengja um 1.000 lögheimili og vinnustaði með ljósleiðara á næsta ári. Skuldbinding um greiðslu er með fyrirvara um fjárlög og undirritun samnings.
bottom of page