top of page
Frumhönnun

Á 388. fundi Byggðaráðs þann 15. september 2016 var samþykkt að hefja vinnu við frumhönnun og kostnaðarmat sem miðar að því að leggja ljósleiðarakerfi í allt dreifbýli Borgarbyggðar.

 

Senn líður að úthlutun styrkja úr ríkissjóði vegna verkefnisins Ísland Ljóstengt. Styrkir eru veittir til framkvæmda á komandi ári, þ.e. 2017. Ólíklegt er að nægjanlega áreiðanleg gögn liggi fyrir áður en tímafrestur umsókna rennur út. Ákveðið er að vanda til verka og stefnt að umsókn um styrki til framkvæmda á árinu 2018.

 

Fyrirséð er að nokkuð verður um jarðvinnu framkvæmdir annarra aðila á næstunni svo sem RARIK og fleiri veitufélaga. Mikilvægt er að nýta framkvæmdirnar sem kostur er og því mikilvægt að gróf hönnun á kerfinu liggi fyrir áður en slíkar framkvæmdir hefjast næsta vor. 

 

Byggðaráð samþykkti að ganga til samninga við Guðmund Daníelsson á grundvelli fyrirliggjandi gagna og mun hann leiða vinnu við hönnunina.
 

Guðmundur Daníelsson verkefnastjóri
bottom of page