top of page
  • Forfatters billedeGDan

Áfangar 4 og 5 eru tilbúnir

Það er ánægjulegt að tilkynna að þeir sem tilheyra áföngum 4 og 5 geta nú pantað sér fjarskiptaþjónustu hjá þjónustuveitu, þ.e. sínu fjarskiptafélagi.


Það verður söguleg stund þegar fyrstu notendur tengjast kerfinu á næstu dögum og njóta þeirra gæða sem ljósleiðaratenging ber með sér. Fjarskiptafélögum hefur verið sendur list yfir þá tengistaði sem tilheyra þessum áföngum og eru í óðaönn að skrá inn í sín kerfi og undirbúa sig undir að veita ykkur þjónustu.


Hvað gerist næst ? Til þess að fá svar við þessari spurning er bent á "Spurt og svarað" hér á síðunni. Þar er talsverðan fróðleik að finna um næstu skref fyrir notendur.


Þó ert vert að nefna að þegar fjarskiptaþjónusta er pöntuð er lykilatriði að hafa LL númerið sem stendur á inntaksboxi ljósleiðarans við hendina. Þetta er einkenni ykkar tengingar og tryggir að þið pantið nú örugglega tengingu á réttan stað. Númerið er á þessu formi: LLxxx.Txx.xx. Gæti til dæmis verið LL110.T84.04.


Einnig má geta þess að Ljósleiðari Borgarbyggðar nú eða sveitarfélagið Borgarbyggð er ekki þjónustuveita í þeim skilningi að veita fjarskiptaþjónustu. Hraðbrautin, þ.e. ljósleiðarinn er hins vegar tilbúin til þess að fjarskiptafélög geti veitt ykkur þjónustuna. Öll samskipti ykkar notenda eiga því að vera við ykkar fjarskiptafélag og nú tekur samkeppnin við.


Hvaða gagnahraði er í boði ? Hvaða þjónusta er í boði ? Hvenær verður tenging tilbúin hjá mér ef ég vel ykkur? Hvað kostar lagnavinnan innanhúss? Hvað kostar sú þjónusta sem ég vil fá? Rukkið þið stofngjald? Þetta eru dæmi um spurningar þar sem að svörin geta verið misjöfn frá einu fjarskiptafélagi til annars. Það gæti því verið margt vitlausara en að vopna sig með blaði og penna, kveikja á kerti, fá sér kakóbolla í skammdeginu og hafa samband við fjarskiptafélög og afla upplýsinga um það sem ykkur liggur á hjarta. Gera samanburð á því sem er í boði.


Ljósleiðarakerfið er opið aðgangskerfi. Það þýðir að öllum fjarskiptafélögum er tryggður jafn aðgangur að kerfinu. Það er

ekki þar með sagt að öll fjarskiptafélög vilji selja sína þjónustu inn á kerfið. Það er þeirra val. Til þess að komast að þessu er einungis ein leið, þ.e. að hafa samband við þau fjarskiptafélög sem þið viljið helst versla við og kanna hvort þau bjóði þjónustu sína til ykkar.



372 visninger0 kommentarer

Seneste blogindlæg

Se alle
bottom of page