top of page
  • Forfatters billedeGDan

Áfangar 2 og 3 næstir á dagskrá

Vinna við áfanga 4 er á lokametrum og væntum við þess að lokamælingar fari fram á næstu dögum. Við verklok á áfanga 4 fáum við einnig tengimiðjuna í Reykholti afhenta frá verktökunum okkar. Þar með geta fjarskiptafélög sett upp sinn fjarskiptabúnað.

Þá líður að því að fyrstu notendur kerfisins geti tengst við ljósleiðarkerfið og notið þeirra gæða sem það bíður uppá. Af því tilefni verður, á næstu dögum, auglýstur fundur, eða öllu heldur kynningastund þar sem að fulltrúar fjarskiptafélaga verður boðið að koma til okkar og hitta ykkur tilvonandi og núverandi viðskiptavini. Þar kynna fjarskiptafélögin þá þjónustu sem þau bjóða upp á og svara spurningum sem brenna á notendum.

Veðrið er áhrifavaldur í framgangi þessa dagana og því nokkur óvissa, viku frá viku, hvar unnið er hverju sinni. Íbúar í áfanga 8 hafa verið heimsóttir og sá áfangi eru tilbúinn til framkvæmda, sama gildir um áfanga 2 og 3. Þar sem að veður hefur verið okkur hagfellt undanfarið ákváðu verktakar okkar að halda sig „til fjalla“ og færðu sig að Kalmannstungu. Þeir vinna sig nú í átt að Húsafelli og stefna ótrauðir á Reykholt. Eins og áður segir er erfitt að segja hver framvinda verður, það er þó vilji verktaka og okkar sem að verkefninu standa að halda vinnu áfram inn í veturinn.

Eins og staðan er nú er því stefnt að því að klára áfanga 2 og 3 næst. Hvort haldið verður, að því loknu í áfanga 8 leiðir tíminn í ljós.


71 visninger0 kommentarer

Seneste blogindlæg

Se alle
bottom of page