top of page
  • Forfatters billedeGDan

Jarðvinna hafin í áfanga 17

Jarðvinnu er lokið í áföngum 10 og 12. Ljósleiðararör eru komin inn á alla tengistaði, þ.e. heimili, sumarhús og aðrar byggingar sem til stendur að tengja við ljósleiðarakerfið. Tengibrunnar og skápar eru komnir á sinn stað í jörðu og rör komin á milli tengibrunna og skápa í áföngunum tveimur. Jafnframt er plæging á stofnlögnum og heimtaugum vel á veg komin í áfanga 17 sem, til upprifjunar, liggur frá Fíflholti að Hallkelsstaðahlíð. Íbúar sem tilheyra áfanga 17 fá því heimsókn á næstu dögum frá verktaka okkar og gengið verður frá inntaki inn í hús og brunnar settir í jörðu.


Talsverð áhersla hefur verið lögð á jarðvinnuna undanfarnar vikur og það hefur skilað ágætum árangri. Samhliða jarðvinnu hefur þó strengjum verið blásið í rör í áfanga 12 og um helgina er stefnt að því að ljúka blæstri strengja í áfanganum og hefjast handa við blástur strengja í áfanga 10.


Eins og fram hefur komið vinnast áfanga 10, 12 og 17 að hluta til samhliða. Það var fyrirsjáanlegt vegna aðkomu RARIK innan þessara áfanga við lagningu á rafstreng og ljósleiðararöri í sama plógfar. RARIK hefur lokið þeirri vinnu sem að þeim snýr og því er það nú undir okkar verktökum komið að ljúka vinnunni og að lokum tengja notendur við tengimiðjuna í Lyngbrekku.


Útlit er fyrir að áfangar 10 og 12 verði tilbúnir samtímis. Hvenær það verður vitum við ekki að svo stöddu en ef fram fer sem horfir teljum við daga frekar en vikur að þeim degi. Um leið og það skýrist upplýsum við um það hér. Það ríkir eftirvænting eftir því að þessir áfangar klárist. Við nálgumst verklok í verkinu og ætlum okkar að ljúka því að fullu fyrir 1. desember. Til þess að svo verði þurfa áfanga 10, 12 og 17 að klárast fljótt og vel svo að hægt verði að snúa sér að síðasta áfanga verksins sem er áfangi 9, frá Baulu að Bifröst.50 visninger0 kommentarer

Seneste blogindlæg

Se alle

Comments


bottom of page