top of page
  • Forfatters billedeGDan

Fréttir af framkvæmdum

Opdateret: 31. aug. 2021

Vinna við þrjá áfanga stendur nú yfir. Áfangi 14 er á lokametrum framkvæmda og ef fram fer sem horfir lýkur áfanganum á næstu dögum.

Áfangaskipting verksins hefur tekið nokkrum breytingum og fáein heimili hafa færst frá einum áfanga yfir í annan. Íbúar sem vilja vera með á hreinu hvaða áfanga þeirra heimili tilheyrir er bent á uppfært yfirlit hér.


Ellefu áföngum er lokið, sá tólfti, sem er áfangi 14, er á lokametrum og unnið er við tvo áfanga til viðbótar þessa dagana. það eru áfangar 11 og 13. Jarðvinna í áfanga 13 er langt komin og innan fárra daga verður hafist handa við frágang á inntökum við heimili og frágang ljósleiðarastrengja. Jarðvinna í áfanga 11 er einnig komin vel á veg.


Þegar vinnu við áfanga 11 og 13 lýkur náum við þeim mikilvæga skrefi að tengja þriðju og síðustu tengimiðju kerfisins við kerfið. Sú tengimiðja verður í Lyngbrekku. Eftir að tengimiðjan í Lyngbrekku er tilbúin geta notendur í áföngum 11 og 13 tengst umheiminum og notið fjarskiptaþjónustu um hið nýja ljósleiðarakerfi. Notendur í áföngum 10, 12 og 17 koma einnig til með að tengjast um tengimiðjuna í Lyngbrekku.


Að þessum fjórtán áföngum frátöldum, sem ýmist er lokið eða unnið er við, eru því fjórir áfangar eftir. Það eru áfanga 9, 10, 12 og 17. Við vonum að fyrripartur vetrar verði hagfelldur til jarðvinnu og verkið þokist eins nærri verklokum og vetur konungur gefur okkur færi á.





375 visninger0 kommentarer

Seneste blogindlæg

Se alle
bottom of page