top of page
  • Forfatters billedeGDan

Framkvæmdarfréttir í upphafi árs

Það er í nægu að snúast hjá fulltrúum fjarskiptafélaga að tengja notendur. Nú þegar er lagningu á ljósleiðara lokið til á annað hundrað tengistaða (heimila, fyrirtækja og annarra bygginga) og hafa eigendur um 2/3 þeirra nú þegar fengið heimsókn frá sínu fjarskiptafélagi og hafið notkun á ljósleiðaranum.


Lagningu er lokið í áföngum 4 og 5. Vinna við áfanga 2 og 3 heldur áfram þó svo að vetur konungur standi í veginum þessa dagana. Verktakinn okkar bíður átekta og um leið og færi gefst heldur hann áfram. Undirbúningur í öðrum áföngum er í fullum gangi. Áfangar 6, 7 og 8 eru svo gott sem tilbúnir til framkvæmda auk þess sem að undirbúningur í áfanga 11 er mjög langt kominn.


Hvar verður framkvæmt næst er spurning sem brennur á okkur. Eins og áður hefur komið fram er það sameiginlegt markmið allra sem að verkefninu koma að það gangi eins hratt og vel fyrir sig eins og kostur er. Verktakinn okkar hefur mikið um það að segja hvar heppilegast er, út frá veðurfari og aðstæðum, að vinna hverju sinni.

Við bíðum því átekta varðandi ákvörðun um uppröðun næstu áfanga. Eins og staðan er núna er líklegast að haldið verði suður á bóginn frá Kleppjárnsreykjum að Fossatúni, inn Flókadalinn og að Fossatúni. Veðrið og áhrif þess svo sem frost í jörð er stór áhrifavaldur á það hvar hafist verður handa.



106 visninger0 kommentarer

Seneste blogindlæg

Se alle
bottom of page