top of page
Forfatters billedeGDan

Framkvæmdir hafnar við áfanga 5

Undanfarna daga hafa verktakar undirbúið sig undir að hefja jarðvinnu og það var ánægjuleg stund þegar vinna hófst við Kláfoss í síðustu viku. Plógurinn er skriðinn af stað og þar með stórt skref stigið. Með lagningu á áfanga fimm, sem liggur frá Kláffossi að Varmalandi, er markmiðið að tengja saman tvær af kerfismiðjum kerfisins auk þess að tengja grunnskólana að Kleppjárnsreykjum og Varmalandi. Áætlað er að vinna við áfanga 5 taki um 5-7 vikur. Áfangar 2, 3 og 4 eru næstir í áfanga uppröðun verktakans. Heimsóknir til landeigenda og íbúa í áföngum 2, 3 og 4 standa nú yfir og því geta íbúar í þeim áföngum átt von á heimsókn á næstu dögum.


88 visninger0 kommentarer

Seneste blogindlæg

Se alle

Comments


bottom of page