Lagning á ljósleiðara í áfanga 8 er lokið og þjónustuveitum hefur verið sendur listi yfir þá sem tilheyra þeim áfanga. Notendur sem eru á svæðinu frá Kleppjárnsreykjum að Fossatúni og í Flókadal geta því nú haft samband við sína þjónustuveitu og pantað sér fjarskiptaþjónustu. Góð vísa er ekki of oft kveðin og því minnum við á eftirfarandi:
Gott er að hafa í huga að þegar pöntuð er fjarskiptaþjónusta er lykilatriði að hafa LL númerið sem stendur á inntaksboxi ljósleiðarans við hendina. Þetta er einkenni ykkar tengingar og tryggir að þið pantið nú örugglega tengingu á réttan stað. Númerið er á þessu formi: LLxxx.Txx.xx. Gæti til dæmis verið LL110.T84.04.
Comments