top of page
Forfatters billedeGDan

Áfangi 17 Fíflholt - Hallkelsstaðahlíð

Framkvæmdum við lagningu á ljósleiðara á Mýrum er lokið, það var staðfest á verkfundi fyrr í vikunni. Unnið er að því að ljúka mælingum í áfanga 17 sem er forsenda þess að við tökum áfangann í notkun. Þegar verktakinn okkar hefur skilað okkur mælingum og við farið yfir þær, til að tryggja að allt sé eins og það á að vera, geta fulltrúar fjarskiptafélaga tekið við og tengt notendur.

Til þess að flýta fyrir hafa fjarskiptafélögin fengið listi yfir þau heimili og aðra tengistaði sem tilheyra áfanga 17. Íbúar í áfanganum geta því nú pantað sér fjarskiptaþjónustu hjá sínu fjarskiptafélagi. Með þessu móti flýtum við fyrir ferlinu og fjarskiptafélögin geta undirbúið sig undir heimsóknir og uppsetningu á búnaði hjá þér sem hafa pantað.

Við væntum þess að niðurstöður mælinga fyrir áfanga 17 berist okkur í næstu viku og þegar allt er klárt sendum við út tilkynningu þess efnis.

Jarðvinnu er að mestu lokið í síðasta áfanga verksins, áfanga 9 og frágangur inntaka við heimili stendur nú yfir. Út af stendur að setja niður nokkra tengibrunna og það verður gert í næstu viku. Í framahaldinu verður strengjum blásið í rörin og þeir tengdir. Öll athygli og orka fer nú í að ljúka áfanga 9 svo það má búast við blikkandi vinnuvélaljósum og atgangi frá Baulu að Bifröst næstu daga.




25 visninger0 kommentarer

Seneste blogindlæg

Se alle

Comments


bottom of page