top of page
  • Forfatters billedeGDan

Áfangi 1 er tilbúinn - Áfangi 8 næstur á dagskrá

Það er ánægjulegt að tilkynna að áfangi 1 er tilbúinn. Íbúar í Hvítársíðunni geta nú pantað fjarskiptaþjónustu hjá þjónustuveitu, þ.e. sínu fjarskiptafélagi.


Fjarskiptafélögum hefur verið sendur list yfir þá tengistaði sem tilheyra áfanganum og eru í óðaönn að skrá inn í sín kerfi og undirbúa sig undir að veita ykkur þjónustu.


Til upprifjunar er gott að hafa í huga að þegar fjarskiptaþjónusta er pöntuð er lykilatriði að hafa LL númerið sem stendur á inntaksboxi ljósleiðarans við hendina. Þetta er einkenni ykkar tengingar og tryggir að þið pantið nú örugglega tengingu á réttan stað. Númerið er á þessu formi: LLxxx.Txx.xx. Gæti til dæmis verið LL110.T84.04.


Fyrr á árinu lauk Ljósleiðari Borgarbyggðar við lagningu ljósleiðara að Kalmannstungu. Í kjölfarið ákvað Neyðarlínan að leggja ljósleiðara frá Kalmannstungu að Strúti. Þeirri framkvæmd er lokið og kerfin tvö nú þegar samtengd.


Verktakar okkur hafa flutt tæki sín og tól frá Hvítársíðunni að Kleppjárnsreykjum og vinna er hafinn við áfanga 8. Á næstu vikum verður því plægður ljósleiðari í suður átt frá Kleppjárnsreykjum. Plægt verður um Ásgarð, Stóra-Kropp, Varmalæk að Fossatúni. Frá Varmalæk að Stafholtsey og Hvítárbakka og frá Litla-Kroppi inn Flókadalinn m.a. að Hrísum og Brennistöðum.143 visninger0 kommentarer

Seneste blogindlæg

Se alle

Комментарии


bottom of page