top of page
  • Forfatters billedeGDan

Áfangar 9, 17 og svo koma jól

Áfangi 17 er tilbúinn og íbúar frá Fíflholti að Hallkelsstaðahlíð sem hafa pantað sér fjarskiptaþjónustu geta því átt von á heimsókn frá fulltrúa fjarskiptafélags á næstu dögum.

Fyrir þá sem ekki hafa pantað er ágætt að hafa eftirfarandi í huga. Til þess að flýta fyrir pöntunarferlinu er mjög gott að hafa LL númerið sem prentað er á inntaksboxið ykkar við höndina þegar pöntuð er fjarskiptaþjónusta. Þetta er einkenni ykkar tengingar og tryggir að sú þjónusta sem þið kaupið rati örugglega heim til ykkar. Númerið er á þessu formi: LLxxx.Txx.xx. Gæti til dæmis verið LL117.T18.01.

Áfangi 9 er síðasti áfangi verkefnisins. Fjarskiptafélögum hefur verið sendur listi yfir væntanlega tengistaði í áfanga 9. Íbúar í þeim áfanga geta því pantað sér fjarskiptaþjónustu og flýtt þar með fyrir afgreiðslu hennar þegar áfanginn verður tilbúinn.

Þar sem jólin eru á næsta leiti má búast við að álagið á fulltrúa fjarskiptafélaga sem sinna uppsetningum og tengingum á heimilum aukist. Ef vilji er til þess að fá tengingu fyrir jól er því tímabært að bregðast við, vopna sig með kakóbolla og kertaljósi, kynna sér hvað fjarskiptafélögin bjóða uppá og panta sér þjónustu sem fyrst.75 visninger0 kommentarer

Seneste blogindlæg

Se alle

Comments


bottom of page