top of page
  • Forfatters billedeGDan

Vinna komin á fullt skrið í áföngum 10 og 12

Eins og fram kom í síðasta pistli hefur takmarkaður framgangur verið í verkefninu það sem af er sumri. Á þessu hefur nú orðið breyting og verktakar okkar eru komnir á fulla ferð. Unnið er að lagningu á ljósleiðara frá Fíflholti að Ökrum í áfanga 12 og við blástur og tengingar á ljósleiðara í Hítardal í áfanga 10.


Búist er við að jarðvinnu í áfanga 12 ljúki á næstu tveimur vikum. Á því tímabili verður hafist handa við að blása ljósleiðara í rör og tengja ljósleiðarann saman í áfanga 12.


Endanlegur frágangur og tenging notenda í áföngum 10, 12 og 17 eru háð vinnu RARIK við lagningu á rafstreng og ljósleiðararöri. Verktaki RARIK hefur nú lokið því sem að honum snýr og viðkemur lagningu á ljósleiðararöri í áfanga 12 og því geta okkar verktakar lokið allri vinnu í þeim áfanga. Engu að síður verður hluti notenda í áfanga 12, þ.e. frá Ökrum að Fíflholti að sýna aukna biðlund eftir því að geta tengst ljósleiðaranum eftir að vinnu lýkur í áfanga 12. Ástæðan er sú að þessi kerfishluti er háður því að áfangi 10 klárist.


Verktaki RARIK hefur störf við áfanga 10 á næstu dögum og leggur rafstreng og ljósleiðararör frá Fíflholti að Brúarlandi um Álftá. Einmitt þessi kafli er mikilvægur fyrir okkur enda tengir hann Lyngbrekku, þar sem kerfismiðjan okkar er, við notendur í áfanga 10, hluta af notendum í áfanga 12 og alla notendur í áfanga 17.


Við bíðum því í ofvæni eftir því að RARIK ljúki sinni vinnu. Samtímis vinna okkar verktakar annarsstaðar í kerfinu okkar svo að þegar nær dregur vetri smelli þetta allt saman og allir notendur í áföngum 10, 12 og 17 geti tengst við kerfismiðjuna í Lyngbrekku og þar með umheiminn.


Áfangi 9 sem liggur frá Baulu að Bifröst er síðastur í röðinni á verkáætlun verktakans okkar. Áætlað er að vinna þar hefjist í lok september og ljúki í októberlok.45 visninger0 kommentarer

Seneste blogindlæg

Se alle

Comments


bottom of page