top of page
  • Forfatters billedeGDan

Verksamningur undirritaður

Föstudaginn 16. nóvember var undirritaður verksamningur við SH-Leiðarann ehf um lagningu og frágang á fyrirhuguðu ljósleiðarakerfi í þeim hluta Borgarbyggðar þar sem ekki liggur fyrir staðfesting frá markaðsaðilum um lagningu á slíku kerfi á næstu fáu árum. Egill Skúlason stýrði fundinum fyrir hönd Ríkiskaupa sem hafa stýrt útboðsferlinu. SH-Leiðarinn ehf hefur komið að mörgum stærri ljósleiðaraverkefnum landsins undanfarin ár og við hlökkum til samstarfsins. Sigurjón Hallvarðsson f.h. SH-Leiðarans ehf og Gunnlaugur Júlíusson f.h. Borgarbyggðar undirrituðu samninginn og handsöluðu niðurstöðuna að því loknu. Á næstunni skilar verktaki inn verkáætlun til samþykktar og í framhaldi af því hefjast framkvæmdir SH-Leiðarans við undirbúning og lagningu á kerfinu.


372 visninger0 kommentarer

Seneste blogindlæg

Se alle

Commenti


bottom of page