top of page
Forfatters billedeGDan

Undirbúningur næstu áfanga

Verktakinn okkar vinnur nú í Reykholtsdalnum og Hálsasveitinni við að grafa frá húsum, setja ljósleiðararör inn á heimili og blása ljósleiðarastrengjum í stofnlagnir. Þessar framkvæmdir miða að því að koma heimilum og fyrirtækjum í Reykholtsdal, Hálsasveit, Húsafelli og Kalmannstungu í samband við kerfismiðjuna okkar í Reykholti. Vinnan gengur eftir aðstæðum vel.


Undirbúningur annarra áfanga heldur áfram og miðar að því að hægt verði að vinna, hindrunarlaust, að verkinu þegar sól hækkar á lofti. Í þessari viku heldur undirbúningur á áfanga 1 áfram. Til upprifjunar afmarkast áfangi 1 af Kljáfossi í vestur og Fljótstungu í austur, sem sagt Hvítársíðan. Íbúar á þessu svæði mega því búast við heimsókn frá okkur á næstu dögum. Eins og áður eru allar ábendingar um heppilegar lagnaleiðir vel þegar. Slík vitneskja þeirra sem best þekkja til eru verkefninu mikils virði og ábendingum vel tekið.


Eins og fram hefur komið er undirbúningur í áföngum 6,7,8 og 11 mjög langt kominn og nú bíðum við eftir því að það skýrist hvaða áfanga verktakinn okkar velur að leggja til atlögu við næst.



107 visninger0 kommentarer

Seneste blogindlæg

Se alle

Comments


bottom of page