top of page
Forfatters billedeGDan

Opnun tilboða í verklegar framkvæmdir

Dagurinn í dag markar tímamót í undirbúningi á lagningu á ljósleiðara í Borgarbyggð. Tilboð í verklegar framkvæmdir voru opnuð hjá Ríkiskaupum klukkan 11:00 að viðstöddum sveitarstjóra, fulltrúum Ríkiskaupa og fulltrúum bjóðenda. Þrjú verktakafyrirtæki skiluðu inn tilboði í verkefnið. Eftirfarandi boð bárust:

Borgarverk ehf bauð 1.032.904.586kr

Þjótandi ehf bauð 1.127.938.710kr

SH Leiðarinn ehf bauð 774.861.244kr

Boðin verð innifela virðisaukaskatt. Verklegar framkvæmdir innfela jarðvinnu við lagningu á kerfinu, ísetningu ljósleiðara í lagnakerfið, tengingu á ljósleiðara og annan frágang við kerfið þar til það er tilbúið til notkunnar.



Nú tekur við athugun á því hvort tilboðin uppfylla þau skilyrði sem ætlast er til samkvæmt útboðsgögnum.

214 visninger0 kommentarer

Seneste blogindlæg

Se alle

Comments


bottom of page