Kvöldstund með fjarskiptafélögum
Þann 5. desember n.k. verður kynningarfundur frá kl. 18:00 – 22:00 í Logalandi, Reykholtsdal. Íbúum gefst kostur á að hitta sölufulltrúa fjarskiptafélaga sem selja internet, sjónvarps og símaþjónustu. Það er í boði að fá verðtilboð og panta sér fjarskiptaþjónustu á staðnum. Auk þess verða fulltrúar Borgarbyggðar á staðnum til að svara spurningum um verkefnið.
Lagning á ljósleiðara í dreifðum byggðum Borgarbyggðar gengur samkvæmt áætlun. Senn líður að því að fyrstu notendur geti tengst kerfinu. Lagningu er lokið í áfanga 4 og 5 þ.e. frá Varmalandi að Reykholti auk þess sem unnið er að því að ljúka lagningu í áföngum 2 og 3.
Hér geta íbúar séð hvaða áfanga þeir tilheyra. Íbúum í áföngum 2,3,4 og 5 er sérstaklega bent á að þetta er kjörið tækifæri til þess að hitta fulltrúa fjarskiptafélaga nú þegar komið er að því að tengjast kerfinu.
Hlökkum til að sjá sem flesta.
![](https://static.wixstatic.com/media/29b5b5_e1e48c8f769a42f5b3a5921358436445~mv2.jpg/v1/fill/w_638,h_265,al_c,q_80,enc_auto/29b5b5_e1e48c8f769a42f5b3a5921358436445~mv2.jpg)
Comments