top of page
  • Forfatters billedeGDan

Jarðýtur skríða af stað á næstu dögum

Það styttist óðum í að verktaki verksins hefjist handa við að plægja niður ljósleiðararör og blása í þau ljósleiðarastrengjum. Fyrsti verkfundur með verktaka verksins, ræsifundur verkefnisins, hefur verið haldinn. Á fundinum var farið yfir útboðsgögn og önnur atriði sem snúa að verklegum framkvæmdum og framgangi verkefnisins. Það ríkti góður andi á fundinum og eftirvænting að hefja jarðvinnu. Verktakinn lagði fram áætlun um uppröðun áfanga og samkvæmt henni verður hafist handa við að blása ljósleiðara í þau rör sem nú þegar eru í jörðu á svæðinu frá Reykholti að Húsafelli auk þess sem lögð verður áhersla á að tengja grunnskólana á Kleppjárnsreykjum og Varmalandi. Eðli málsins samkvæmt verða þeir tengistaðir sem eru á þeirri leið tengdir samtímis. Íbúar á þessu svæði geta því átt von á heimsókn frá okkur, sem að verkefninu standa, á næstu dögum. Í þeim heimsóknum verða teikningar lagðar fram og allar ábendingar um heppilegar lagnaleiðir eru vel þegnar.

Rétt er að taka fram að uppröðun áfanga getur hnikast til á verktímanum og því er erfitt að segja til um það hvenær framkvæmdir á tilteknu svæði eiga sér stað. Við vitum þó á hverjum tíma hvaða 2-4 áfangar eru næstir á dagskrá. Upplýsingar um það verða settar hér á síðuna jafnóðum og slíkar ákvarðanir liggja fyrir.


84 visninger0 kommentarer

Seneste blogindlæg

Se alle

Comments


bottom of page