top of page
  • Forfatters billedeGDan

Frost í jörð tefur framkvæmdir

Undanfarið hefur vinna farið fram við frágang á heimtaugum, niðursetningu á tengibrunnum og tengiskápum ásamt frágangi við ljósleiðarastrengi í áfanga 3. Búið er að vinna alla vinnu innan áfangans sem, að mati verktaka, er hægt að vinna að svo stöddu án þess að valda verulegu tjóni á yfirborði og þar með stóraukinni frágangsvinnu í vor. Verktaki hefur því tilkynnt verkstöðvun til 15. apríl.


Undirbúningur vegna lagningu á ljósleiðara í öðrum áföngum hefur staðið sleitulaust yfir til dagsins í dag. Vegna smithættu er ákveðið að þeirri vinnu verði hætt í bili. Fimm áfangar eru mjög langt komnir í undirbúningi eins og áður hefur komið fram og þeim tilmælum hefur verið beint til verktaka að þeir stilli verkáætlun upp í samræmi við það.


Við bíðum því átekta í bili varðandi frekari jarðvinnu en nýtum tímann vel til þess að undirbúa vinnu í vor.79 visninger0 kommentarer

Seneste blogindlæg

Se alle

Commenti


bottom of page