Framkvæmdir eru hafnar að nýju eftir veturinn. Lokið verður við áfanga 16 (Þverárhlíð) og þeir notendur sem "frusu inni" í vetur verða tengdir fljótt og örugglega. Búist er við að þeirri vinnu ljúki í byrjun næstu viku. Þegar þeirri vinnu er lokið verður fjarskiptafélögum sendar upplýsingar þess efnis og þá geta þeir notendur sem um ræðir pantað sér fjarskiptaþjónustu.
Áfangi 15 er næstur á dagskrá. Sá áfangi liggur frá Varmalandi og í átt að Borgarnesi. Áfanginn afmarkast af Grímsstöðum í vestur og lagður verður ljósleiðari vestur frá Svignaskarði um Valbjarnarvelli að Grímsstöðum. Áfanginn afmarkast af Galtarholti í suður og Hvítánni í austur.
Í framhaldi af áfanga 15 verður áfangi 14 unninn. Sá áfangi liggur frá Galtarholti að Borgarnesi í suður, um Laxholt, Stangarholt og að Jarðlangsstöðum í vestur og að Ferjukoti og Ferjubakka í austur.
コメント