top of page
  • Forfatters billedeGDan

Framkvæmdir hafnar við áfanga 4 - áfangi 5 langt kominn

Verkfundur var haldinn í vikunni. Þar kom meðal annars fram að jarðvinnu er að ljúka í áfanga 5 og unnið er hörðum höndum að því að blása ljósleiðarastrengjum í rör áfangans frá Kljáfossi að Varmalandi og þær heimtaugar sem eru á leiðinni. Þar með styttist í verklok áfangans. Unnið er að því nú að setja upp eina af þremur kerfismiðjum kerfisins sem staðsett verður í Varmalandi. Kerfismiðjurnar gegna mikilvægu hlutverki í kerfinu. Þar enda ljósþræðir notenda og tengjast fjarskiptabúnaði fjarskiptafélaga þegar þar að kemur. Frá Varmalandi koma því til með að liggja hundruð ljósþráða sem liðast um það svæði sem tengimiðjan þjónar, liðast út frá stofninum í ýmsar áttir og enda í húsum notenda.


Jarðvinna við áfanga 4 er hafin og geta íbúar innan þess áfanga átt von á heimsókn frá verktökum okkar næstu daga með sín jarðvinnutæki og tól. Til upprifjunar liggur áfangi 4 frá Reykholti um Deildartungu að Kljáfossi og um Kleppjárnsreyki.


Íbúar í áföngum 2 og 3 hafa verið heimsóttir og góð ráð þegin varðandi lagnaleiðir að heimilum og öðrum tengistöðum. Undirbúningsvinna heldur nú áfram í áföngunum tveimur sem að lokum leiðir til framkvæmda.


Þessa dagana geta íbúar sem tilheyra áfanga 8 átt von á heimsókn frá fulltrúa verkefnisins. Áfangi 8 liggur frá Kleppjárnsreykjum meðfram Borgarfjarðarbrautinni að Fossatúni, að Hvítárbakka og Stafholtsey auk þess sem Flókadalurinn tilheyrir áfanga 8. Áfangi 8 er sem sagt næstur á dagskrá á eftir áföngum 2,3,4 og 5.91 visninger0 kommentarer

Seneste blogindlæg

Se alle

Comments


bottom of page