Lagningu á ljósleiðara í Borgarbyggð er skipt í átján áfanga. Lagningu er lokið í fjórtán þeirra og þar með fjórir eftir. Það eru áfangar 9, 10, 12 og 17 sem eftir eru. Áfangar 10, 12 og 17 eru á Mýrunum. Áfangi 9 er frá Baulu að Bifröst meðfram þjóðvegi 1.
Verktakinn okkar er byrjaður aftur eftir vetrarstopp og hófst handa í áfanga 10 og stefnir frá Lyngbrekku að Hítardal. Samkvæmt gildandi verkáætlun verður áfangi 12 unninn þar á eftir, þá áfangi 17 og loks áfangi 9.
Hingað til höfum við stýrt uppröðun áfanga á þann veg að eftir að hver áfangi er full unninn og frágenginn hafa notendur getað tengst við ljósleiðarakerfið. Breyting verðu á þessu nú. Ástæðan er sú að innan áfanga 10, 12 og 17 eru verkhlutar sem unnir verða samhliða lagningu á rafstreng RARIK.
Verklok í áföngum 10, 12 og 17 verður því háð framgangi við lagningu á rafstreng RARIK. Það má því leiða líkur að því að áfanga 10, 12 og 17 tengist við tengimiðjuna í Lyngbrekku samtímis, þ.e. eftir að RARIK hefur lagt þá rafstrengi og ljósleiðararör sem áætlað er að leggja í sumar á þeirra vegum.
Íbúar í áföngum 10, 12 og 17 verða því varir við verktakana okkar við vinnu sína á næstu vikum. Sú vinna snýr að því sem ekki er háð vinnu RARIK. Á þann hátt undirbúum við okkur eins og kostur er og flýtum fyrir. Þegar líður að því að við getum tengt áfanga 10, 12 og 17 við tengimiðjuna í Lyngbrekku upplýsum við um það hér á síðunni.

Comentários