top of page
  • Forfatters billedeGDan

Framgangur verkefnisins þegar líður að jólum

Opdateret: 9. dec. 2021


Við undirbúning á lagningu á ljósleiðara í Borgarbyggð var eitt af markmiðum að á uppbyggingatíma gætu notendur hafið notkun á ljósleiðaranum eins fljótt og kostur er. Framkvæmdum var skipt upp í átján áfanga og markmið að eftir frágang á hverjum áfanganna átján gætu notendur innan þess áfanga pantað sér fjarskiptaþjónustu um ljósleiðara. Þetta markmið hefur gengið eftir við vinnslu fyrstu tólf áfanga verkefnisins. Áfangi 13 er undantekning frá þessu markmiði. Áfangi 13 er frá Brautarholti við Borgarnes um Tungulæk, Langárfoss að Valshömrum og frá Tungulæk að Litlu-Brekku og Rauðanesi. Vinnu við lagningu á ljósleiðara í áfanga 13 lauk í upphafi nóvember en notendur innan þess áfanga bíða enn eftir að geta tengst ljósleiðaranum.

Ástæðan fyrir þessari bið er að tengingar í áfanga 13 voru háðar því að áfangi 11 kláraðist og þar með tengimiðjan fyrir Mýrarnar sem staðsett er í félagsheimilinu í Lyngbrekku. Nú er lagningu á ljósleiðara í áföngum 11 og 13 lokið og tengimiðjan í Lyngbrekku tilbúin til notkunar. Svæðið sem áfangar 11 og 13 nær til er í grófum dráttum frá Borgarnesi í austur að Álftá og Lyngbrekku í vestur.

Í tengimiðjunni í Lyngbrekku eru fjarskiptafélög nú í óðaönn að setja upp sinn fjarskiptabúnað og tengja hann við umheiminn. Sú samtenging var einnig háð verklokum í áföngum 11 og 13. Við vonumst til þess að á allra næstu dögum verðu þau tilbúin til þess að veita íbúum í áföngunum tveimur fjarskiptaþjónustu. Þegar allt er klárt verður sett tilkynning þess efnis hér.76 visninger0 kommentarer

Seneste blogindlæg

Se alle

Comments


bottom of page