top of page
Forfatters billedeGDan

Áfangi 6 er tilbúinn

Lagning á ljósleiðara í áfanga 6 er lokið og þjónustuveitum hefur verið sendur listi yfir þá sem tilheyra þeim áfanga. Notendur sem eru á svæðinu frá Hvanneyri að Hvítárvöllum og Hesti geta nú haft samband við sína þjónustuveitu og pantað sér fjarskiptaþjónustu.


Gott er að hafa í huga að þegar pöntuð er fjarskiptaþjónusta er lykilatriði að hafa LL númerið sem stendur á inntaksboxi ljósleiðarans við hendina. Þetta er einkenni ykkar tengingar og tryggir að þið pantið nú örugglega tengingu á réttan stað. Númerið er á þessu formi: LLxxx.Txx.xx. Gæti til dæmis verið LL110.T84.04.

Verktakar okkar vinna hörðum höndum við lagningu á ljósleiðara í Norðurárdal. Þeir hófust handa við Krók og fikra sig niður dalinn. Búast má við að vetur konungur fari að taka þátt í verkinu hjá okkur. Hann er áhrifavaldur og leikur sitt þekkta hlutverk sem hefuráhrif á verkhraða. Enn sem komið er vinnst verkið þó vel og við höldum ótrauð áfram. Næsti áfangi er áfangi 16. Áfangi 16 liggur frá Einifelli að Lundi, Kvíum, Örnólfsdal, Gunnlauggstöðum og Ásbjarnarstöðum svo einhver heimili séu nefnd. Við vonum svo sannarlega að við náum að vinna þennan áfanga án þess að veturinn setji strik í reikninginn.



187 visninger0 kommentarer

Seneste blogindlæg

Se alle

Comments


bottom of page