top of page
Forfatters billedeGDan

Áfangi 16 - Þverárhlíð

Áður en frost í jörðu stöðvaði framkvæmdir að fullu tókst að ljúka vinnu við stóran hluta af áfanga 16. Niðurstöður úr mælingu á gæðum ljósleiðaraþráða hafa borist okkur fyrir þá tengistaði sem eru tilbúnir. Venjan er sú að hverjum áfanga fyrir sig ljúki að fullu og við þau verklok er fjarskiptafélögum sendar upplýsingar um hvern áfanga fyrir sig. Þar sem talsverður fjöldi tengistaða innan áfanga 16 er tilbúinn nú þegar, og frost í jörð stjórnar framhaldinu var tekin ákvörðun um að opna fyrir notkun á þeim hluta af áfanga 16 sem er tilbúinn. Fjarskiptaféllögin eru upplýst um þetta og tilbúin að taka við pöntunum fyrir þau heimili sem eru tilbúin. Eigendur og íbúar innan áfanga 16 geta því nú patnað sér fjarskiptaþjónustu hjá sínu fjarskiptafélagi.


Þeir tengistaðir sem ekki tókst að klára og bíða þess að verktakinn okkar geti hafið störf að nýju eru eftifarandi: Helgavatn, Hamrakot, Vatnsás og svæðið frá veiðihúsinu við Þverá að Örnólfsdal að báðum tengistöðum meðtöldum. Hafist verður handa, þar sem frá var horfið, þegar frost fer úr jörðu og áfangi 16 þá kláraður.



172 visninger0 kommentarer

Seneste blogindlæg

Se alle

Comments


bottom of page