top of page
  • Forfatters billedeGDan

Áfangar 11 og 13 eru tilbúnir

Fjarskiptafélögin hafa móttekið lista yfir þau heimili sem tilheyra áföngum 11 og 13 ásamt niðurstöðum mælinga. Þar með er ekkert því til fyrirstöðu fyrir íbúa og eigendur sumarhúsa sem tilheyra þessum áföngum að panta sér fjarskiptaþjónustu.


Við minnum á að það getur tekið fjarskiptafélögin tíma að skrá alla notendur í sín kerfi og rétt að vopna sig með þolinmæði í fáeina daga ef að svarið sem þið fáið er að "þetta er ekki tilbúið" frá þeim.


Til þess að flýta fyrir pöntunarferlinu er mjög gott að hafa LL númerið sem prentað er á inntaksboxið ykkar við höndina þegar pöntuð er fjarskiptaþjónusta. Þetta er einkenni ykkar tengingar og tryggir að sú þjónusta sem þið kaupið rati örugglega heim til ykkar. Númerið er á þessu formi: LLxxx.Txx.xx. Gæti til dæmis verið LL114.T17.01.125 visninger0 kommentarer

Seneste blogindlæg

Se alle

Comments


bottom of page