Vinna við frágang í áfanga 3 miðar vel. Á verkfundi fyrr í dag kom fram að mælingar í áfanga 3, sem sýna fram á gæði hvers ljósþráðar í kerfinu, hefjast síðar í vikunni. Það styttist því óðum í að notendur í áfanga 3 og í áfanga 2 geti pantað sér fjarskiptaþjónustu. Eins og áður hefur komið fram hanga áfanga 2 og 3 kerfislega saman og eru háðir hvor öðrum.
Vinna við inntök tengistaða í Hvítársíðunni (áfanga 1) hófst í vikunni. Jarðvinna í þeim áfanga hefst á næstu dögum og í framhaldi af jarðvinnunni verður ljósleiðarastreng blásið í rörin. Eins og með aðra áfanga verksins verður unnið sleitulaust, allt frá Síðumúla að Fljótstungu þar til honum er að fullu lokið og mælingar hafa farið fram. Hvort það taki 4,5 eða 6 vikur verður tíminn að leiða í ljós. Stofnstrengur fyrir Hvítársíðuna er tilbúinn í brunni við gatnamót Þverárhlíðarvegar og Hvítársíðuvegar og frágenginn alla leið inn í Reykholt. Eftir að lagningu innan Hvítársíðunnar líkur er því allt til reiðu fyrir íbúa í þeim áfanga til að panta sér fjarskiptaþjónustu.
Eftir að lagningu í Hvítársíðunni er lokið er fyrirhugað að hefja vinnu í áfanga 8. Til upprifjunar liggur sá áfangi frá Kleppjárnsreykjum að Fossatúni að Flókadalnum með töldum.
Þegar mælingar berast okkur fyrir áfanga 3 setjum við tilkynningu þess efnis hér á síðuna svo að notendur í áföngum 2 og 3 geti í framhaldinu pantað sér fjarskiptaþjónustu.
댓글